Fara í efni

Skilmálar

Skilmálar Everest

Þessi skilmáli gildir um sölu og þjónustu Útiveru ehf. hér eftir nefnt Everest til kaupanda af vefverslun www.everest.is. Skilmálinn, sem staðfestur er með staðfestingu á kaupum er grunnurinn að viðskiptunum. Um neytendakaup þessi er fjallað um í lögum um neytendakaup, lögum um samningagerð, lögum um rafræn viðskipti og aðra rafræna þjónustu, lögræðislög og lögum um persónuvernd.

Almennt

Seljandi er Everest, Skeifunni 6, 108 Reykjavík, kennitala 690402-4160 og virðisaukaskattsnúmer 75009. Útivera ehf. er skráð í Firmaskrá Íslands. Kaupandi er sá aðili sem er skráður kaupandi á reikningi.

Pöntun og afhending vöru

Vörukaup verða til þegar pöntun hefur verið skráð og staðfest á vefverslun og greiðsla hefur borist. Þegar vara er tilbúin til afhendingar er haft samband við kaupanda með tölvupósti ef kaupandi hefur skráð netfang sitt eða haft samband símleiðis. Seljandi er bundinn til að afgreiða pöntun kaupanda svo lengi sem hún er í samræmi við vöruúrval og verðlagningu.
Vörur pantaðar í vefverslun fyrir hádegi eru afgreiddar samdægurs ef kostur er, annars næsta virka dag. Sé vara ekki til á lager mun þjónustufulltrúi hafa samband og tilkynna um áætlaðan afhendingartíma vörunnar.

Varan skal að jafnaði sótt í verslun en einnig getur kaupandi óskað þess að fá vöru senda. Öllum pöntunum er dreift af Íslandspósti og gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar þeirra um afhendingu vörunnar. Í undantekningartilvikum getur þurft að senda vöruna með öðrum leiðum vegna umfangs. Everest ber enga ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Verði vara fyrir tjóni frá því að að hún er send frá Everest og þar til hún berst viðtakanda er tjónið á ábyrgð flutningsaðila.

Fyrirvari er gefinn á því að pöntuð vara geti selst upp í versluninni í Skeifunni á meðan pöntun gerð í vefverslun fer í gegnum kerfið.

Athugið að einnig er gefinn fyrirvari á því að pöntuð vara geti mögulega selst upp í vefverslun á meðan pöntun gerð í vefverslun fer í gegnum kerfið, en það getur tekið allt að 15 mínútur. Komi upp slíkar aðstæður munum við strax hafa samband og bjóða viðkomandi sambærilega vöru eða endurgreiðslu.

Everest áskilur sér rétt til að hætta við pantanir vegna rangra verðupplýsinga í vefverslun og einnig breyta verðum eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust.

Verð á vöru og sendingarkostnaður

Öll verð í vefverslun eru með inniföldum 24% vsk en sendingarkostnaður bætist síðan við áður en greiðsla fer fram.

Allur sendingarkostnaður greiðist af kaupanda og bætist við pöntun áður en greiðsla fer fram.

Að skipta og skila vöru

Veittur er 14 daga skilafrestur við kaup á vöru gegn því að framvísað sé sölureikningi sem sýnir með fullnægjandi hætti hvenær varan var keypt. Varan þarf að vera ónotuð, í fullkomnu lagi og í sínum upprunalegu óskemmdu umbúðum þegar henni er skilað. Vöru þarf að skila í verslun Everest í Skeifunni 6, 108 Reykjavík. Við skil á vöru er miðað við upprunalegt verð hennar, nema viðkomandi vara sé á útsölu eða á sértilboði við vöruskil. Hægt er að skipta vörunni í aðra vöru eða fá innlegsnótu. Þá er miðað við verð vörunnar þann dag sem henni er skilað. Ekki er hægt að skila útsölu- eða tilboðsvörum. Sendingarkostnaður er ekki endurgreiddur.

Gölluð vara.

Sé vara gölluð eða kaupandi er á einhvern hátt ósáttur með kaupin hvetjum við kaupanda til að hafa samband við okkur og við leysum málið í sameiningu. Hægt er að senda tölvupóst á maggi@everest.is eða hringja í okkur í síma 533 4450. Þegar vara er gölluð er kaupanda boðin ný vara í staðinn og greiðum við allan sendingarkostnað sem um ræðir eða endurgreiðum ef vara er uppseld. Ábyrgð seljanda hefur ekki í för með sér takmarkanir á rétti sem kveðið er á um í lögum um neytendakaup. Ábyrgð vegna galla á vöru er í samræmi við neytendakaupalög 48/2003.

Trúnaður

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar frá kaupanda verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.

Eignaréttur

Seldar vörur eru eign seljanda þar til kaupverð er að fullu greitt.

Lög og varnarþing

Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.